Wednesday, May 02, 2001

Þá er kominn maí og merkilegt nokk vill þetta ekki ganga að heiman, það er að segja þetta með krækjurnar. Hins vegar tók ég mig til, verandi maður pappírs, og keypti rit sem ber það virðingarverða heiti "Dreamweaver 4 for Dummies". Varla ætti það að spilla. Þeir eru meira að segja með síðu.

Thursday, April 26, 2001

Góðan dag. Ekki gekk að gera neitt að heiman því Makkinn minn tilkynnti mér um "Cookie" í browsernum mínum og veit ég ekki hvað átt var við en ekki vildi hann publisera nokkuð. PC-jálkur konunnar var hins vegar til í það en þar gat ég ekki útbúið krækju af einhverjum ástæðum. Það skapaði slíkan pirring að ég gafst upp.Nú reyni ég aftur.
'Ahugaverð slóð um vín gæti verið skemmtileg en þessi reyndist nú vera svona og svona.

Wednesday, April 18, 2001

Gekk ekki
Þá er að reyna að finna eða muna einhverja uppáhaldsslóð. T.d. pistlar mínir eru hér eða í nágrenni við þetta
Enn gekk það og nú fer að verða gaman á þessu námskeiði. Sjálfsagt endar þetta með brúklegri kunnáttu. Slóð Hagþenkis
Og það tókst að komast inn aftur og án vandræða en nú er þetta orðið gott
Slóðin er hérna
Ef til vill væri samt skemmtilegra að safna hestum - úr gleri.
Ég á nú nokkuð erfitt með að sjá hvernig þetta getur verið brúklegt varðandi undirritaðan. Ef til vill í sambandi við kennslu samt en ekki held ég að hugsanir mínar daglegar eigi heima á netinu. Annað hvort eru þær ekki það merkilegar eða ég er ekki þjáður af megalomaniu. Hæ Björk!
Þetta gæti orðið kveðja austur eða jafnvel vestur en að öllum líkindum ekki
Til allrar hamingju er sumar frá og með morgninum. Og frí!!! Þá má tjarga pallinn og saga í eldinn fyrir næsta vetur ef ekki verður þá þrammað í prósessíu